Tækifærin
Sérstaða Austurlands og Egilsstaða er mikil. Svæðið í heild hefur uppá fjölbreytta starfsemi og afþreyingu að bjóða. Ferðþjónusta hefur vaxið gríðarlega, mikil sóknarfæri eru í matvælaframleiðslu auk þess sem Egilsstaðir eru þjónustumiðstöð Austurlands. Nýr miðbær á Egilsstöðum er einstakt tækifæri fyrir verktaka, fjárfesta og rekstraraðila.
Austurland hefur uppá fjölbreytta afþreyingu og menningu að bjóða
Viðskiptalífið á Austurlandi er í blóma með mörg stöndug fyrirtæki, gróskumikið sköpunarsamfélag og öfluga innviði. Á undanförnum árum hefur Austurland orðið líflegur viðkomustaður ferðamanna í leit að ósnortinni náttúru, ósvikinni upplifun og sköpunarkrafti.
Ferðaþjónusta
Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu undanfarin ár og er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vaxið hefur hvað mest þegar kemur að landsbyggðinni.
Heildarfjöldi gistinátta á Austurlandi fór úr 168.452 árið 2012 í 397.175 árið 2018 og fjölgaði því um 136%. Er það hlutfallslega meiri vöxtur en var á landsvísu á tímabilinu. Stærsti hópur ferðamanna sem gisti á Austurlandi árið 2018 voru Íslendingar.
Heildarfjöldi gistnátta í Múlaþingi fjölgaði um 265% á milli áranna 2019 og 2020 – fóru úr 43.789 í 116.090.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum býður upp á einstakt tækifæri til að koma ferðamönnum beint til þeirra perlna Íslands sem ekki eru eins fjölsóttar í dag. Austurland er anddyri Íslands fyrir þá ferðamenn sem koma með ferjunni. Norrænu og einnig margra þeirra fjölmörgu skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands á hverju ári.
Matvælaframleiðsla
Mikil sóknarfæri eru í matvælaframleiðslu á Egilsstöðum. Fjölbreytt hráefni eru framleidd í sveitarfélaginu, meðal annars mikil sauðfjár- og nautgriparækt, hreindýra-, rjúpu- og gæsaveiði.
Þjónustuiðnaður
Egilsstaðir eru í dag þjónustumiðstöð Austurlands. Öll svæði sem eru ætluð fyrir þjónustu eru í nálægð við þjóðvegina með greiða aðkomu fyrir ökutæki af öllum stærðum. Í dag er í miðbæ Egilsstaða úrval verslana, veitingastaða, banka, tryggingafélaga, verkfræði- og arkitektastofa, verktaka, verkstæða og fleira.