Reitur 4
Á reit fjögur eru tvær lóðir auglýstar til uppbyggingar. Miðvangur 8 er fyrir verslun, þjónustu og íbúðir og Miðvangur 9 eingöngu ætluð fyrir verslun og þjónustu. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni við Miðvang 7 geti risið viðbygging við núverandi hótel (Icelandair Hotels) sem er að Miðvangi 5.
- Farðu með músina yfir grænu svæðin til þess að skoða nánar
Grunnmynd
Miðvangur 8
Hámarkshæð byggingar er 15,0 m ásamt bílakjallara. Fyrsta hæð skal vera inndregin og fylgja a.m.k. 80% lengdar bundinnar byggingarlínu. Útbyggingarreitur er fyrir 2.– 3. hæð til suðurs og vesturs en útbyggingarreitur til norðurs er fyrir svalaganga. Fimmta hæðin er inndregin a.m.k. 2,5 m. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Hafa skal uppbrot í formi út- og innskota á 5 – 10 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins. Heimilt er að gera þakgarð. Í bílakjallara eru bílastæði fyrir íbúðir og / eða verslun. Hámarkshalli á skábraut er 1:7.
Skilmálar | Miðvangur 8 |
---|---|
Stærð lóðar (m2) | 2.627 |
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 2.926 |
Byggingarmagn ofanjarðar (B rými) | 348 |
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými) | 1.010 |
Heildar byggingarmagn samtals. | 4.285 |
Hámarksfjöldi íbúða | 18 |
Bílastæði innan lóðar | 62 |
Starfsemi | Verslun/þjónusta/íbúðir |
Hæðir, hámark | 4 |
Miðvangur 9
Hámarkshæð byggingar er 8,0 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Hafa skal uppbrot í formi til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins.
Skilmálar | Miðvangur 9 |
---|---|
Stærð lóðar (m2) | 1.750 |
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 1.008 |
Heildar byggingarmagn samtals. | 1.008 |
Bílastæði innan lóðar | 24 |
Starfsemi | Verslun/þjónusta/íbúðir |
Hæðir, hámark | 2 |