Sveitarfélagið Múlaþing​

Lyngási 12, 700 Egilsstaðir | Kt: 660220-1350 |
Sími: 4 700 700 | mulathing@mulathing.is

Reitur 1

Á reit eitt eru tvær lóðir með samtals fjórum fjölbýlishúsum auglýstar til uppbyggingar. Kaupvangur 20 sem er að hámarki fjórar hæðir, Sólvangur 2 og 4 sem eru að hámarki þrjár hæðir og Sólvangur 6 sem verður á tveimur hæðum. Húsin standa næst innan við fyrirhugað samkomusvæði við enda Ormsins.
  • Farðu með músina yfir grænu svæðin til þess að skoða nánar

Grunnmynd

Kaupvangur 20

Hámarkshæð bygginga er 10,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.

SkilmálarKaupvangur 20
Stærð lóðar (m2)2.627
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými)2.926
Byggingarmagn ofanjarðar (B rými)348
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými)1.010
Heildar byggingarmagn samtals.4.285
Hámarksfjöldi íbúða18
Bílastæði innan lóðar62
Bílastæði í bæjarlandi10
StarfsemiVerslun/þjónusta/íbúðir
Hæðir, hámark4

Sólvangur 2, 4 og 6

Hámarkshæð bygginga er 10,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.

SkilmálarSólvangur 2Sólvangur 4Sólvangur 6
Stærð lóðar (m²)-6.876 (ein lóð)-
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými)2.2681.2661.172
Byggingarmagn ofanjarðar (B rými)1.26012474
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými)760420590
Heildar byggingarmagn samtals.3.3321.8041.836
Hámarksfjöldi íbúða281615
Bílastæði innan lóðar281621
StarfsemiÍbúðirÍbúðirÍbúðir
Hæðir hámark332