Reitur 2
Á reit tvö eru fjórar byggingar auglýstar til uppbyggingar, Kaupvangur 8 – 12 og 14-16, Nývangur 8-10 og 12-14. Um er að ræða byggingar meðfram Orminum, göngugötu, þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæðum og íbúðum á efri hæðum.
Gert er ráð fyrir að núverandi hús á svæðinu, Kaupvangur 10, verði fjarlægt og er það skilgreint sem víkjandi í gildandi deiliskipulagi.
- Farðu með músina yfir grænu svæðin til þess að skoða nánar
Grunnmynd
Kaupvangur 8-16
Hámarkshæð bygginga er 11,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Byggingin skal fylgja a.m.k. 80% lengdar bundinnar byggingarlínu. Á jarðhæð sem fellur saman við lóðamörk að göngugötu skal uppbrot í formi út- og innskota vera að lámarki þrisvar á hverju húsi til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Á annarri hæð skal uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Handriðsflötur skal vera a.m.k. 70% af lengd hússins og vera gegnsætt þ.e.a.s. gler eða málmrimlar. Þakgerð er hefðbundið mænisþak með hliðarsettum mæni. Í hverju húsi skal vera stigahús eða svalagangur til að komast upp á efri hæðir. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit á 3. hæð við göngugötu. Óheimilt er að gera skjólveggi en heimilt er að skerma sérafnotafleti af með gróðurkeri. Kaupvangur 12 er eingöngu ætlaður fyrir íbúðir og því er ekki heimilt að nýta hann undir verslun og þjónustu. Svalir mega fara 2 m út fyrir byggingarreit á 2. og 3.hæð. Heimilt er að gera skjólveggi. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.
Skilmálar | Kaupvangur 8 | Kaupvangur 10 | Kaupvangur 12 | Kaupvangur 12-16 |
---|---|---|---|---|
Stærð lóðar (m2) | - | 3.087 | (ein lóð) | 1.312 |
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 1.034 | 1.022 | 868 | 120 |
Byggingarmagn ofanjarðar (B rými) | 100 | 80 | 110 | 470 |
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými) | 350 | 420 | 340 | 1.902 |
Heildar byggingarmagn samtals. | 1.484 | 1.522 | 1.318 | 10 |
Hámarksfjöldi íbúða | 9 | 7 | 9 | 25 |
Bílastæði innan lóðar | 18 | 19 | 9 | 1.190 |
Starfsemi | Verslun /þjónusta /íbúðir | Verslun /þjónusta /íbúðir | Íbúðir | Verslun /þjónusta /íbúðir |
Hæðir hámar | 3 | 3 | 3 | 3 |
Nývangur 8-14
Hámarkshæð bygginga er 8,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Byggingin skal fylgja a.m.k. 80% lengdar bundinnar byggingarlínu. Á jarðhæð sem fellur saman við lóðamörk að göngugötu skal uppbrot í formi út- og innskota vera að lágmarki þrisvar á hverju húsi til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Framhlið sem snýr að göngugötu skal vera að mestu leiti klædd gleri, ekki minna en 70%.
Á annarri hæð skal uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Handriðsflötur skal vera a.m.k. 70% af lengd hússins og vera gegnsætt þ.e.a.s. gler eða málmrimlar. Þakgerð er hefðbundið mænisþak með hliðarsettum mæni. Í hverju húsi skal vera stigahús til að komast upp á 2. hæð upp á sameiginlegar svalir sem snúa að göngugötu. Hægt er að nýta inn- og útskot að hluta til sem samrými (e. semi-public) fyrir framan inngang inn í íbúðir.
Nývangur 10.
Ekki er heimilt að byggja íbúðir á þessum byggingarreit, er hann eingöngu ætlaður að nýtast undir verslun og þjónustu. Lagt er til að húsnæðið verði nýtt að einhverjum hluta fyrir umferðamiðstöð. Þakgerð er flatt þak, lagt er til að gróðurþekja þakið til að auka umhverfisgæði samhliða því að fegra ásýnd hverfisins.
Nývangur 14.
Heimilt er að byggja íbúðir á jarðhæð á þessum byggingarreit. Sérafnotaréttur fylgir jarðhæð.
Skilmálar | Nývangur 8 | Nývangur 10 | Nývangur 12-14 |
---|---|---|---|
Stærð lóðar (m²) | - | 4.373 (ein lóð) | - |
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými) | 851 | 768 | 1.334 |
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými) | - | - | 710 |
Heildar byggingarmagn samtals. | 851 | 768 | 2.044 |
Hámarksfjöldi íbúða | 5 | - | 9 |
Bílastæði innan lóðar | 18 | 23 | 24 |
Starfsemi | Verslun /þjónusta /íbúðir | Verslun /þjónusta | Íbúðir |
Hæðir hámar | 2 | 2 | 2 |