Sveitarfélagið Múlaþing​

Lyngási 12, 700 Egilsstaðir | Kt: 660220-1350 |
Sími: 4 700 700 | mulathing@mulathing.is

Reitur 3

Innan reitsins eru tvær lóðir til uppbyggingar en að Kaupvangi 4 er í dag starfrækt þjónustumiðstöð N1 ehf. Uppbyggingu verður skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfangi felur í sér framkvæmdir við gatnamót Fagradalsbrautar og Skriðdals- og Breiðdalsvegar þar sem þau verða færð og hringtorgi komið fyrir. Í öðrum áfanga verður lóð þjónustustöðvarinnar breytt og ný gata lögð samhliða göngugötunni (Orminum) sem heita mun Nývangur. Við hana verða bílastæði til að þjónusta göngugötuna. Uppbygging á nýjum lóðum við Nývang 4 og 6, fyrir verslun og þjónustu, getur hafist að loknum fyrstu tveimur áföngunum.
  • Farðu með músina yfir grænu svæðin til þess að skoða nánar

Grunnmynd

Nývangur 4 og 6 

Hámarkshæð bygginga er 8,5 m frá gólfkóta aðalhæðar. Húsagerð er frjáls hvað varðar efnisval og liti. Byggingin skal fylgja a.m.k. 80% lengdar bundinnar byggingarlínu. Á jarðhæð sem snýr að göngugötu (Ormurinn) skal vera uppbrot í formi út- og innskota að lágmarki þrisvar á hverju húsi til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Framhlið sem snýr að göngugötu skal vera að mestu leiti klædd gleri, ekki minna en 70%. Á annarri hæð skal uppbrot í formi út- og innskota vera á 5 – 7 metra fresti til að mynda ekki einsleitan eða samfelldan flöt. Handriðsflötur skal vera a.m.k. 70% af lengd hússins og vera gegnsætt þ.e.a.s. gler eða málmrimlar. Þakgerð er hefðbundið mænisþak með hliðarsettum mæni. Í hverju húsi skal vera stigahús til að komast upp á 2. hæð upp á sameiginlegar svalir sem snúa að göngugötu. Hægt er að nýta inn- og útskot að hluta til sem samrými (e. semi-public) fyrir framan inngang inn í íbúðir

SkilmálarNývangur 4Nývangur 6
Stærð lóðar (m2)2.414(ein lóð)
Byggingarmagn ofanjarðar (A rými)7351.190
Byggingarmagn ofanjarðar (B rými)3481.190
Byggingarmagn neðanjarðar (A+B rými)78
Heildar byggingarmagn samtals.4.2854.285
Hámarksfjöldi íbúða1818
Bílastæði innan lóðarBílastæði innan lóðar62