Sveitarfélagið Múlaþing​

Lyngási 12, 700 Egilsstaðir | Kt: 660220-1350 |
Sími: 4 700 700 | mulathing@mulathing.is

Straumur

Uppbygging á nýjum miðbæ á Egilsstöðum er hafin.
Nýi miðbærinn byggir á framsækinni framtíðarsýn og stefnu um virðingu fyrir umhverfinu. Skipulagið gerir ráð fyrir fjölgun íbúða í bland við atvinnuhúsnæði til að skapa aðstöðu fyrir verslun og þjónustu sem laðar að íbúa og ferðamenn.

Markmið skipulagsins er að skapa vandaða miðbæjarbyggð og leggja grunn að fögru og vel byggðu umhverfi í góðum tengslum við útivistarsvæði. Byggðin hefur verið þétt til muna og hlutfall íbúða aukið til þess að ná betur markmiðum um blandaða byggð í anda vistvæns skipulags.

Með byggingu 160 nýrra íbúða og aukinna verslunarrýma verður miðbærinn efldur og sú umgjörð sköpuð sem þarf til að laða að fleiri íbúa, fyrirtæki og gesti. Veðurfar þykir gott á Egilsstöðum og svæðið einstaklega gróðursælt.

Um að ræða einstakt tækifæri fyrir kröftuga uppbyggingu bæði í íbúabyggð og verslunarþjónustu. Ný göngugata, sem hefur fengið nafnið Ormurinn, bæjartorg og samkomusvæði styrkja öflugt mannlíf og gera svæðið að eftirsóttum stað til að búa á.

play-icon

Vistvænt skipulag fyrir gangandi, hjólandi og njótandi.

Skipulag

Skipulagið samanstendur af fjölbreyttu íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæði til að skapa lifandi götumynd. Gróðursæl útivistarsvæði og tengingin við ferðamenn; innlenda sem erlenda, farþega sem ferðast í gegnum alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum og með Norrænu, opna einnig fyrir gríðarstór tækifæri í ferðamennsku. Með fögru umhverfi, góðri aðkomu og miklu framboði af þjónustu og afþreyingu er kominn grundvöllur fyrir öflugt mannlíf.

51.526 m²

nýbyggingar

160

nýjar íbúðir

Einstök

veðursæld

Stór tækifæri ​

í ferðamennsku​

Alþjóðlegur

flugvöllur

Nálægð

við Norrænu​